Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin. Að tónleikunum loknum býður Kaffistofa listasafnsins upp á hádegisverðartilboð.
Aðgangur er ókeypis.
Yfirskrift tónleikanna er titill á mósaíkverki Valtýs Péturssonar sem er hluti af nýopnaðri yfirlitssýningu um listamanninn.
Efnisskrá:
Franz Anton Hoffmeister (1754 - 1812)
Concertante Sonate fyrir tvær flautur
Sonata, Allegro
Aria, poco Adagio
Rondo
Björg Brjánsdóttir (1993 -)
Hugleiðingar um þrjú íslensk þjóðlög
Friedrich Kuhlau (1786 - 1832)
Dúett fyrir tvær flautur Op. 81
Allegro vivace
Adagio
Rondo, Allegro non tanto
Flytjendur:
Berglind StefánsdóttirKaren Erla Karólínudóttir
Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins
Markmið samstarfs Íslenska flautukórsins og Listasafns Íslands er að koma á samtali milli safnkosts listasafnsins og sýninga þess við tónlistarlífið í landinu. Ætlunin er að færa gesti listasafnsins og tónlistarunnendur saman í nýrri upplifun í listasafninu þar sem tónlist og myndlist kallast á. Víkka út sjónarhorn listarinnar frá myndrammanum að öllu rýminu sem býr í skynjun okkar. Íslenski flautukórinn býr yfir mikilli tónlistarlegri vídd og flytur tónlist frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar. Með hádegistónleikaröðinni er lögð áhersla á að nýta flautuna sem kammerhljóðfæri og má þar heyra tónlist í samspili við önnur hljóðfæri og smærri hljóðfærasamsetningar, allt niður í einleiksverk.