HREKKAJAVAKA Í SAFNI ÁSGRÍMS JÓNSSONAR

23.10.2019

Hrekkjavaka verður haldin í safni Ásgríms Jónssonar á Bergstaðastræti 74, fimmtudaginn 31.október kl. 17-19

Í safni Ásgríms Jónssonar, á heimili listamannsins má sjá myndheim íslenskra þjóðsagna og ævintýra sem Ásgrímur skapaði með verkum sínum. Álfar, tröll og draugar taka á sig skýra mynd í verkum Ásgríms og bjóðum við alla litla álfa, drauga og lítil tröll sérstaklega velkomin í heimsókn. Safnið verður sveipað dularfullum verum og í rökkrinu má sjá verk Ásgríms í öðru ljósi.

Hrekkjavaka er hátíðisdagur haldinn 31.október, ættaður frá Keltum og hét upphaflega Samhain. Þá voru færðar þakkir fyrir uppskeru sumarsins ásamt því að bjóða veturinn og myrkrið velkomin. Þessa nótt mást mörkin á milli hinna lifandi og dauðu, sem koma yfir í okkar heim. En til þess að þeir geri okkur ekki mein þá klæðum við okkur í búninga, þá eiga þeir erfiðara með að þekkja muninn á lifandi og dauðum.

Aðgangur er ókeypis fyrir börn og aðra grímaklæddar verur. Börn yngri en 12 ára verða að vera í fylgd fullorðnum.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)