Skemmtilegir tónleikar í Listasafni Íslands, þriðjudaginn 25. júlí kl. 12:15.
Söngkonan Stína hefur verið búsett í Svíþjóð síðan 2012. Hún kom fram á Jazzhátíð Reykjavíkur 2015 með Monika Zetterlund prógram og á Íslensku tónlistarverðlaunum í ár var hún tilnefnd fyrir plötu ársins, „Jazz á íslensku“ sem kom út 2016. Stína mun ásamt Andrési Thor gítarleikara flytja lög eftir konur.
Tónleikarnir eru í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7 og hefjast kl. 12:15. Tónleikarnir standa í um það bil 30 mínútur. Aðgangseyrir er 1500 og frítt er inn fyrir grunnskólabörn.
Með þessari tónleikaröð gerum við konur í jazzi sýnilegri og aukum á fjölbreytnina. Listasafn Íslands býður upp á skemmtilegt umhverfi til að njóta tónlistar í húsi tileinkuðu list.Listrænn stjórnandi er Sunna Gunnlaugs.
https://www.facebook.com/freyjujazz/