Í FÓTSPOR JÓHANNESAR LARSEN UM ÍSLAND

18.2.2015

Sunnudaginn 22. febrúar kl. 15 flytja Vibeke Nørgaard Nielsen og Sigurlín Sveinbjarnardóttir fyrirlestur með myndum: Í fótspor Johannesar Larsen um Ísland.

Danski listmálarinn Johannes Larsen var fenginn til að fara til Íslands og festa á teikniblokk sína helstu sögustaði  landsins fyrir heildarútgáfu Íslendingasagna í danskri þýðingu, sem gefin var út 1930. Vibeke Nørgaard Nielsen og Sigurlín Sveinbjarnardóttir munu segja frá þessum ferðum og sýna myndefni, bæði teikningar eftir Larsen og ljósmyndir, en þær hafa ferðast um landið í fótspor Larsens og voru dagbækur hans vegvísir þeirra.

Fyrir um tíu árum síðan kom út bók  Vibeke, Sagafærden, á vegum  Johannesar Larsen safnsins í Kerteminde. Þar rekur hún ferðir Johannesar Larsen um Ísland  og birtir brot úr dagbókum hans og sendibréfum. Bókin, sem er ríkulega myndskreytt teikningum eftir Larsen, er nú komin út í íslenskri  þýðingu Sigurlínar Sveinbjarnardóttur undir heitinu: Listamaður á söguslóðum, Johannes Larsen á ferð um Ísland 1927 ∙ 1930.Sjá hér umfjöllun í Kiljunni um bókina. (hefst á 15. mín)Um sýninguna, Listamaður á söguslóðum, sjá nánar hér

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17