Endurbætur á Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg!

26.2.2024


Í gær kvöddum við allt sýningarhald í Listasafninu við Fríkirkjuveg fram í apríl. Þennan tíma ætlum við að nýta til framkvæmda og hlökkum svo til að opna aftur 6. apríl með nýjum og spennandi sýningum, fræðslurými og fleira!

 

Safnahúsið við Hverfisgötu verður áfram opið og á þessu tímabili býðst gestum okkar að kaupa árskort á almennu miðaverði, sem gildir bæði á Listasafnið við Fríkirkjuveg og í Safnahúsið. Safnahúsið er sannkölluð fjársjóðskista íslenskrar myndlistar sem við hvetjum alla til að gefa sér tíma í að skoða. Þar geta stórir sem smáir gert sér glaðan dag og fengið sér hressingu á kaffihúsinu Siguranna.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17