Íslandsbanki færir Listasafni Íslands fjölda listaverka að gjöf

27.5.2021

Íslandsbanki færir Listasafni Íslands fjölda listaverka að gjöf.Á hluthafafundi Íslandsbanka þann 26. maí var samþykkt að bankinn gefi listaverkasafn sitt, 203 verk til Listasafns Íslands og til viðurkenndra safna, skv. 10. gr. safnalaga 141/2011, í samráði við listasafnið. Meðal verkanna eru þjóðargersemar sem Listasafn Íslands hefur óskað eftir að fá til varðveislu og verða listaverkin hluti af safneign safnsins. Flest þeirra verka sem um ræðir hafa verið í geymslu um nokkurt skeið og munu þau njóta sín eins og best verður á kosið hjá Listasafninu sem í framhaldi vinnur einnig að því að fleiri söfn njóti þessarar stóru gjafar.“Miklar breytingar hafa orðið á húsnæði bankans undanfarin ár. Bæði hefur útibúum fækkað og í höfuðstöðvum er nú eingöngu starfað í opnu rými. Það hefur gert það að verkum að minna veggpláss er fyrir þessa dýrgripi okkar. Við teljum að verkin séu best komin í vörslum opinberra listasafna og vona ég að hjá þeim geti sem flestir notið þeirra. Við erum því stolt að geta afhent Listasafni Íslands þessa veglegu gjöf."Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka"Það er fagnaðarefni að Íslandsbanki hefur ákveðið að listaverk bankans verði þjóðareign því þar er að finna mikilvæg verk frá ólíkum tíma sem spanna megintímabil íslenskrar listasögu. Verkin sem koma í hlut Listasafns Íslands munu auðga þá safneign sem fyrir er, en önnur íslensk söfn sem njóta viðurkenningar ríkisins, fá einnig að njóta gjafmildis bankans sem er mjög ánægjulegt. Listfræðilegt mat sem fór fram fyrir rúmum 10 árum á safneign Íslandsbanka sýndi vandaða og fjölbreytta safneign og það er traustvekjandi að finna þá samstöðu sem hefur ríkt innan bankans um að gefa verk sem hafa verið flokkuð sem þjóðargersemar til okkar." Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns ÍslandsÁ myndinni eru Hallgrímur Snorrason stjórnarformaður stjórnar Íslandsbanka, Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands og Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Þau standa við málverk eftir Kristján Davíðsson.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17