JOAN JONAS HELDUR OPINN FYRIRLESTUR Í LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS

19.10.2016

Joan Jonas (f. 1936) er frumkvöðull á sviði vídeó- og gjörningalistar og einn þekktasti myndlistarmaður samtímans. Hún starfar enn ötullega að sköpun nýrra verka, nú um fimmtíu árum eftir að hún hóf að sýna verk sín í heimaborg sinni New York í Bandaríkjunum. Húnhefur haft víðtæk áhrif á samferðamenn sína, verk hennar hafa verið sýnd í helstu listasöfnum heims og hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín. Hún starfar sem prófessor við MIT; Massachussets Institute of Technology, og hefur kennt þar frá árinu 1998.Joan Jonas var fulltrúi Bandaríkjanna á Feneyjatvíæringnum árið 2015.sjá hér frekari upplýsingar á:Facebooká heimasíðu Listaháskóla Íslands

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17