Kaffi List "bubblur og beyglur" opnar í Listasafni Íslands

12.5.2020

Kaffi List „Bubblur & Beyglur“ er nýtt kaffihús sem opnar í Listasafni Íslands á næstu dögum. Sérstaða kaffihússins er gott úrval af nýbökuðum beyglum og freyðivíni í fallegu umhverfi Listasafnsins. Einnig verður boðið uppá fersk salöt, súpur og nýbakaðar kökur ásamt úrvali annarra drykkja. Opnunartíminn er frá 10.00 – 17.00 alla daga vikunnar en stefnt er að því að kaffihúsið verði með lengri opnunartíma fyrir Happy Hour eða tónleikaviðburði einhverja daga vikunnar svo það er óhætt að segja að þetta verði kaffihús með lífi og sál sem gleður öll skilningarvit. Einnig verður stefnt að opna útisvæði með veitingasölu á góðviðrisdögum sem við vonum að verði sem flestir í sumar. Hlökkum til að sjá ykkur!

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17