Kennaraklúbbur Listasafns Íslands hefur göngu sína - takk fyrir komuna!

5.12.2023

Fræðsla til komandi kynslóða er mikilvæg þjónusta sem Listasafn Íslands veitir til samfélagsins.

Samtal við fagstéttir, kennara og skólastjórnendur er mikilvægt og vinnur safnið að því að efla þann vettvang með stofnun kennaraklúbbsins. Skráning í klúbbinn fer vel af stað og hafa nú um 200 kennarar skráð sig til þátttöku.

Öll sem kenna eða hafa áhuga á fræðslumálum eru velkomin að skrá sig í klúbbinn, hægt er að skrá sig á netfanginu mennt@listasafn.is

Markmið klúbbsins er að þjónusta kennara og auka aðgengi þeirra að sérfræðingum safnsins sem vinna í fræðslumálum ásamt því að skapa vettvang fyrir kennara til þess að deila sinni þekkingu og reynslu á skólakerfinu til safnsins. Listaverkin í eigu þjóðarinnar er menningararfur sem mikilvægt er að miðla, og söfnin eru tilvalin áfangastaður til þess að nýta sem námsvettvang.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17