KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI

19.1.2021

Tökum upp þráðinn saman á nýju ári!Glæný og spennandi dagskrá Krakkaklúbbsins Krumma í Listasafni Íslands 2021 

16. janúar kl. 14–16Tökum upp þráðinn saman á nýju ári! Sköpum listaverk þar sem þráðurinn leikur lykilhlutverkið.Allir krakkar fá afhenta nýja viðburðadagskrá Krakkaklúbbsins Krumma.

6. og 20. febrúar kl. 14–16Málum á strigaKynnumst töfrum listmálunar og málum saman í safninu þar sem hrífandi listaverk eftir Georg Guðna veita okkur innblástur við gerð nýrra málverka.

6. mars og 20. mars kl. 14 -1 6Halló, geimur! Málum alheiminn - vísindi og listirStjörnu-Sævar fræðir okkur um óravíddir alheimsins og þaðan fáum við hugmyndir.Notum sjálflýsandi málningu til að skapa okkar eigin himingeim.

10. apríl og 24. apríl kl. 14 -16Þitt eigið stjörnumerki!Ertu ljón, sporðdreki, tvíburi eða vog? Eða kannski dreki, risaeðla eða spámaður?Hittumst í Listasafni Íslands og skoðum sýninguna Halló, geimur.Búum síðan til okkar eigin stjörnumerki.

8. og 22. maí kl. 14–16Býr hönnuður í þér? Í tilefni af Hönnunarmars í maí býður Krakkaklúbburinn Krummi börnum og fjölskyldum þeirra í skemmtilega bókasmiðju í Listasafni Íslands.Listaverkin á sýningum safnsins veita innblástur fyrir gerð svokallaðra sprettimyndabóka. Sprettimyndabók er þrívíð bók eða sviðsmynd sem hægt er að draga út og þjappa saman líkt og harmónikku en í miðjunni birtist sviðsmynd þar sem þú hannar þitt eigið bókverk.

5. og 19. júní kl. 14–16Listin að teiknaTeiknum listaverk í sýningarsölum Listasafns Íslands undir leiðsögn. Frábært tækifæri til þess að kynnast myndlistinni okkar og leyfa listrænum hæfileikum að njóta sín í fallegu umhverfi.

Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.Krakkaklúbburinn Krummi er fyrir börn á öllum aldri! Með krakkaklúbbnum vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu.Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.Tengiliður dagskrár: Ragnheiður Vignisdóttirragnheidur(at)listasafn.is________________________________________Með Krakkaklúbbnum Krumma vill Listasafn Íslands heiðra Ásgerði Búadóttur myndlistarmann með því að nota skemmtilegar og líflegar klippimyndir úr barnabókinni Rauði hatturinn og krummi eftir Ásgerði, sem innblástur og merki barnastarfsins.Reglum um fjöldatakmarkanir er framfylgt með talningu gesta

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)