KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI Í LISTASAFNI ÍSLANDS HLAUT VIÐURKENNINGU IBBY SAMTAKANNA FYRIR FRAMLAG SITT TIL BARNAMENNINGAR

13.5.2019

Sunnudaginn 5. maí veitti Íslandsdeild IBBY sínar árlegu viðurkenningar fyrir framlög til barnamenningar, Vorvinda, við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands.

Krakkaklúbburinn Krummi í Listasafni Íslands hlaut Vorvinda fyrir framlag sitt til barnamenningar. Í tilkynningu frá IBBY samtökunum segir: "Krakkaklúbburinn Krummi var stofnaður haustið 2018 og þar er í fyrirrúmi metnaðarfull og spennandi dagskrá þar sem fer saman innblástur og sköpun. Þannig skapar Krakkaklúbburinn Krummi nærandi og þroskandi umhverfi fyrir yngstu gesti sína. Þetta er glæsilegt og vel útfært verkefni sem auðgar bæði listlæsi og-sköpun barna."

Við erum einstaklega stolt af þessari viðurkenningu og þökkum kærlega fyrir okkur.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)