KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI – LITBRIGÐI, LÍNUR OG TJÁNING

21.1.2020

Krakkaklúbburinn Krummi bíður upp á listasmiðjuna Litbrigði, línur og tjáning, laugardaginn 25. janúar kl. 14.00.

Við munum mála undir áhrifum frá verkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur. Skoða mismunandi litbrigði og hvernig litirnir vinna saman ásamt ólíkum línum.

Hér verður pensillinn í aðalhlutverki.Komdu og vertu með!

ÓKEYPIS AÐGANGUR

Fríða María Harðardóttir leiðir smiðjuna en hún starfar sem myndlistakennari við Myndlistaskólann í Reykjavík. Einnig stendur hún fyrir listasmiðjum fyrir konur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd í samstarfi við Reykjavíkurborg og Borgarbókasafnið ásamt tómstundasmiðju fyrir unglingsstúlkur af erlendum uppruna. Þessa önn mun Fríða María einnig kenna myndlist á starfsbraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.

Krakkaklúbburinn Krummi er fyrir börn á öllum aldri!

Listasmiðjan Litbrigði, línur og tjáning sækir innblástur frá yfirlitssýningunni „Eintal“

Nú stendur yfir yfirlitssýning á verkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur (1953−1991) sem kom fram á sjónarsviðið snemma á níunda áratug síðustu aldar með eftirminnilegum hætti. Expressjónísk málverk Jóhönnu Kristínar vöktu eindæma hrifningu samferðamanna hennar og lofuðu gagnrýnendur einum rómi þennan unga listamann sem þótti óvenju þroskaður og fágaður.Í verkum sínum túlkaði hún innri og ytri tilfinningaheim af einlægni með kraftmiklum strokum og litaflekum og notaði óspart dökka litaskala og dró fram margslungin tákn í áhrifamiklum verkum. Um verk sín sagði hún meðal annars: „Ég fjalla um samskipti mín við fólk.

Krakkaklúbburinn Krummi – fyrir börn á öllum aldri.

Tengiliður dagskrár: Guðrún J. Halldórsdóttirgudrun@listasafn.is

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17