KRAKKAKLÚBBURINN KRUMMI - SILKIÞRYKK

15.4.2019

SILKIÞRYKK MEÐ PRENTI OG VINUM

Krakkaklúbburinn Krummi í Listasafni Íslands, laugardaginn 27. apríl kl. 14 - 16.

Prent og vinir mæta aftur til leiks í Listasafn Íslands og að þessu sinni með silkiþrykksmiðju í tengslum við sýninguna Fjársjóður þjóðar þar sem unnið verður með verkin á sýningunni í smiðjunni. Komdu með hvítan bol að heiman til að láta prenta á eða fáðu pappír hjá okkur og skapaðu þitt eigið listaverk. 

Einstök tækni sem gaman er að kynnast!

Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í fallegu umhverfi.

Með stofnun þessa nýja krakkaklúbbs viljum við veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á Listasafninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.Krakkaklúbburinn Krummi er fyrir börn á öllum aldri.

Með Krakkaklúbbnum Krumma vill Listasafn Íslands heiðra Ásgerði Búadóttur myndlistarmann með því að nota skemmtilegar og líflegar klippimyndir úr barnabókinni Rauði hatturinn og krummi eftir Ásgerði, sem innblástur og merki barnastarfsins. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)