Listasafn Íslands hóf sýningadagskrá sína á nýju ári með sýningu fjögurra samtímalistamanna, þeirra Gauthiers Hubert (1967), Chantal Joffe (1969), Jockums Nordström (1963) og Tuma Magnússonar (1957). Öll vinna þau með sjálfan manninn í brennidepli. Framsetning verka þeirra snýst um listmiðilinn og sögu hans að fornu og nýju og þau ganga út frá ákveðnum sögulegum forsendum en með afar ólíkum hætti.
Sunnudagsleiðsögn með safnstjóra Listasafns ÍslandsÁ lokadegi sýningarinnar, sunnudaginn 1. maí kl. 14, leiðir Halldór Björn Runólfsson gesti um sýninguna.