KVENNABOÐ Í SAFNI ÁSGRÍMS JÓNSSONAR

18.2.2015

Þætti kvenna í rannsóknum á verkum Ásgríms Jónssonar verður lyft fram í spjalli sem Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri rannsókna og sérsafna við Listasafn Ísland mun leiða næstkomandi sunnudag 22. febrúar kl. 14.00 í Safni Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti 74.

Þar stendur nú yfir sýningin Í birtu daganna sem gefur hugmynd um fjölbreytt viðfangsefni listamannsins auk þess að varpa ljósi á þróun verka hans.

Fyrrverandi forstöðumaður Ásgrímssafns, Hrafnhildur Schram listfræðingur, mun ræða um þá tilfinningalegu nálgun sem birtist í verkum listamannsins á fimmta áratug síðustu aldar og tengja má dvöl listamannsins að Húsafelli. Hrafnhildur er höfundur bóka og fræðirita um myndlist og vann m.a. heimildamynd um listamanninn.

Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, er einstök perla í safnaflóru borgarinnar en umgjörð sýningarinnar er heimili og vinnustofu listamannsins.

Um sýninguna Í birtu daganna sjá nánar hér

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17