Lógó Listasafns Íslands

Listasafn Íslands auglýsir eftir Þjónustu- og rekstrarfulltrúa

1.7.2022

Þjónustu- og rekstrarfulltrúi

Listasafn Íslands er eign íslenska ríkisins og er höfuðsafn á sviði myndlistar. Listasafn Íslands rekur söfn á þremur stöðum í Reykjavík: Á Fríkirkjuvegi 7, í Safnahúsinu við Hverfisgötu og í Húsi Ásgríms Jónssonar á Bergstaðastræti 74.
Listasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf þjónustu- og rekstrarfulltrúa.    
Um er að ræða áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni. Starfið heyrir undir markaðs- og þjónustustjóra safnsins.


Helstu verkefni og ábyrgð


Þjónustu- og rekstrarfulltrúi hefur starfsstöð í Safnahúsinu við Hverfisgötu og  stýrir þar  rekstri og  þjónustu.  Hann ber m.a. ábyrgð á útleigu húsnæðis og sér um innkaup á rekstrarvörum. Hann annast öll samskipti og þjónustu við leigutaka sem og aðra gesti safnsins.  Hann stýrir daglegum verkefnum móttöku- og þjónustufulltrúa, hefur umsjón með vaktaskrá og vinnutímaskráningu þeirra og úthlutun verkefna í samráði við yfirmenn.


Hæfniskröfur

  • Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi.
  • Stúdentspróf eða sambærilegt próf.
  • Reynsla af stjórnun starfsmanna er nauðsynleg.
  • Reynsla af innkaupum rekstrarvara æskileg.
  • Færni í mótun lausna og hugmynda.
  • Sveigjanleiki og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi.
  • Góð samskiptafærni og leiðtogahæfileikar.
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
  • Góð alhliða tölvufærni.
  • Vönduð vinnubrögð og góðir skipulagshæfileikar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsókn skal fylgja náms- og ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Fólk er hvatt til að sækja um starfið óháð kyni. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Eingöngu er sótt um starfið á vef Starfatorgs.


Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 11.07.2022

Nánari upplýsingar veitir

Björn Steinar Pálmason, fjármála- og mannauðsstjori - bjorn.s.palmason@listasafn.is
Hér má sækja um starfið.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17