Þriðjudaginn 26. ágúst var legsteinn listamannsins Guðmundar Thorsteinssonar – Muggs (1891-1924) í Hólavallakirkjugarði afhjúpaður eftir gagngera viðgerð. Steinninn var upphaflega reistur árið 1936 en höfundur hans er danski listamaðurinn Elof Risebye (1892-1961), prófessor við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn. Á steininum, sem er steyptur, er mósaíkmynd af hvítum fugli sem sækir fyrirmynd í verk Muggs. Án þess að hafa nokkru sinni hitt Mugg hreifst Risebye af verkum hans og fann í þeim samhljóm við eigin tilfinningar og lífsviðhorf. Hóf hann að safna verkum Muggs árið 1927 og árið 1958 gaf Elof Risebye Listasafni Íslands og íslensku þjóðinni 46 verk eftir Mugg.
Að afhjúpun lokinni bauð Listasafn Íslands aðstandendum upp á samkomu í Safnahúsinu þar sem Dagný Heiðdal, listfræðingur hjá Listasafni Íslands, fjallaði um tengsl Risebye og Muggs.
Frændfólks Muggs, afkomendur hjónanna Péturs og Ásthildar Thorsteinsson, stóðu að viðgerðinni sem Jeannette Castioni, forvörður framkvæmdi
