HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON OG EINAR FALUR INGÓLFSSON&nbsp

10.2.2015

Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands leiðir gesti um sýninguna Konur stíga fram - svipmyndir 30 kvenna í íslenskri myndlist. Sýningin byggir á heimildum og listaverkum valinna kvenna, úr fórum Listasafns Íslands, sem vitna um vitundarvakningu íslenskra kvenna og þátt myndlistar í staðfestingu á sjálfsmynd þeirra.

Um sýninguna sjá nánar hér 

Sýn á sögustaði. Fyrirlestur Einars Fals Ingólfssonar.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um sýn tveggja listamanna, Bretans William Gershom Collingwood (1854-1932) og Johannesar Larsen (1867-1961) á staði sem koma fyrir í Íslendingasögunum. Collingwood ferðaðist um Ísland sumarið 1897 og málaði vatnslitamyndir, en Johannes Larsen teiknaði sínar myndir sumrin 1927 og 1930. Sem þrautþjálfaðir listamenn nálguðust þeir myndefnið á sinn persónulega hátt með hliðsjón af sögunum. Einar Falur bregður upp myndum sem listamennirnir unnu hér, í mörgum tilvikum á sömu stöðum, og sýnir eigin ljósmyndir.

Einar Falur sendi árið 2010 frá sér bókina Sögustaðir - í fótspor W. G. Collingwood sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, og þá hefur sýning með verkum hans og Collingwood verið sett upp í Þjóðminjasafni Íslands, Scandinavia House í New York og víðar. Hann vinnur nú að verkefni sem tengist teikningum Johannesar Larsen.

Um sýninguna sjá nánar hér

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17