leiðsögn í safnahúsinu við hverfisgötu

10.10.2019

Sunnudaginn 13. október klukkan 14 leiðir Dagný Heiðdal, varðveislu- og skráningarstjóri Listasafns Íslands, gesti um sýninguna Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Um 130 verk á sýningunni eru í eigu Listasafns Íslands og verður sjónum gesta einkum beint að höggmyndum í eigu safnsins. Sérstaklega verður fjallað um einn af kjörgripum Listasafns Íslands, höggmyndina Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen (1770–1844), einn þekktasta listamann Evrópu á sínum tíma og einn helsta fulltrúa nýklassíska stílsins í höggmyndalist. Sýningin Sjónarhorn er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns-Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)