LEIÐSÖGN Í SAFNI ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA

6.10.2016

Sunnudaginn 9. október kl. 14.00 verður leiðsögn um sýninguna Ógnvekjandi náttúra  sem nú stendur yfir í Safni Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74.

Rakel Pétursdóttir sýningarstjóri mun fjalla um þessi einstöku verk listamannsins út frá efnistökum og tjáningarformi, straumum og stefnum í alþjóðlegri myndlist.Á sýningunni er að finna 23 verk; olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar er spanna allan feril listamannsins.Sýningin verður opin á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14.00 - 17.00 fram til 27. nóvember.Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa utan opnunartíma samkvæmt samkomulagi.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17