SUMARTÓNLEIKAR Í LISTASAFNI SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
Hefjast þriðjudaginn 2. júlí
FJÖLBREYTT DAGSKRÁ SUMARTÓNLEIKA Í LISTASAFNI SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20:30 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar við Laugarnestanga 70 og standa án hlés í því sem næst eina klukkustund.
Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleikana og gefst gestum kostur á að hitta flytjendur þar.
Aðgangseyrir: 2.500 kr. Miðasala við innganginn.
Þriðjudaginn 2. júlí kl. 20:30 |
Bylgja og Helga Bryndís |
Upphafsár íslenska einsöngslagsins Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó. Trausti Jónsson veðurfræðingur flytur inngang. Flutt verða lög eftir nokkra brautryðjendur frá upphafsárum íslenska einsöngslagsins kringum aldamótin 1900, svo sem Jónas og Helga Helgasyni, Árna Beintein Gíslason, Bjarna Þorsteinsson, Árna Thorsteinson, Sigfús Einarsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Jón Laxdal. |
Þriðjudaginn 9. júlí kl. 20:30 |
Agnes og Eva Þyri |
Rómantík við hafið Agnes Thorsteins mezzósópran og Eva Þyri Hilmarsdóttirpíanó Frauenliebe und -leben eftir Robert Schumann við ljóð eftir Adelbert von Chamisso lýsir upplifun ungrar stúlku sem kynnist ástinni í fyrsta sinn. Richard Wagner samdi ljóðaflokkinn Wesendonck-Lieder áður en hann samdi hina frægu óperu Tristan und Isolde enda má þar heyra mörg stefanna úr ljóðaflokknum. Hann tileinkaði höfundi ljóðanna, Mathilde Wesendonck, tónlistina. |
Þriðjudaginn 16. júlí kl. 20:30 |
Sólveig og Gerrit |
„Ég var sælust allra í bænum“ Sólveig Sigurðardóttir sópran og Gerrit Schuil píanó Fluttar verða aríur og sönglög, meðal annars eftir Hugo Wolf, Richard Strauss, Francesco Tosti, Wolfang A. Mozart og Gioachino Rossini, sem lýsa margbreytilegum tilfinningum tengdum ástinni. |
Þriðjudaginn 23. júlí kl. 20:30 |
Hildigunnur, Oddur og Guðrún Dalía |
Hrifning og höfnun Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran, Oddur Arnþór Jónssonbarítón og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanó. Dúettar og einsöngslög eftir Brahms, Schubert og Schumann um hrifningu − og höfnun. |
Þriðjudaginn 30. júlí kl. 20:30 |
Viktor Urbancic |
Svipmynd af tónskáldinu Viktor Urbancic Viktor Urbancic flutti til Íslands 1938 og vann ómetanlegt starf í uppbyggingu tónlistarlífs hér á landi. Flutt verða verk eftir hann sem sjaldan eða aldrei hafa heyrst á Íslandi. Kristín Einarsdóttir Mäntylä mezzosópran, Ágúst Ólafsson barítón, Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla, Hólmfríður Sigurðardóttir píanó og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó ásamt afkomendum Viktors, Michael Kneihs píanó, Milena Dörfler fiðla, Simon Dörfler selló. |
Þriðjudaginn 6. ágúst kl. 20:30 |
Ísak, Martina, Finnur og Þóra |
Tónlist á stríðstímum Ísak Ríkharðsson fiðla, Martina Zimmerli selló, Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanó og Finnur Ágúst Ingimundarson texti. Flutt verða Sónata fyrir selló og píanó í d moll eftir Claude Debussy, Sónata fyrir fiðlu og píanó FP 119 eftir Francis Poulenc og Tríó nr. 2 í e moll ópus 67 eftir Dmitri Schostakovitch, römmuð inn af textum og bréfum tónskáldanna auk frétta líðandi stundar. |
Þriðjudaginn 13. ágúst kl. 20:30
|
Hlín og Ögmundur |
Með sól í hjarta Hlín Pétursdóttir Behrens sópran og Ögmundur Þór Jóhannesson gítar Íslensk tónlist, þjóðlagaútsetningar og nýrri verk, römmuð inn af tónlist frá Bretlandseyjum, Spáni og Brasilíu. Tónverk eftir Britten, Garcia-Lorca, de Falla, Villa-Lobos, Þorkel Sigurbjörnsson, John Speight, Jóhann G. Jóhannsson, Stefán Þorleifsson, Þorstein Gunnar Friðriksson, Þuríði Jónsdóttur og Ólöfu Arnalds. |