LEIÐSÖGN MEÐ SÉRFRÆÐINGI LISTASAFNS ÍSLANDS

20.1.2017

Sunnudaginn 22. janúar klukkan 14 mun Dagný Heiðdal, listfræðingur og deildarstjóri listaverkadeildar Listasafns Íslands, leiða gesti um sýninguna Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Um 130 verk á sýningunni eru í eigu Listasafns Íslands og verður sjónum sérstaklega beint að þeim í leiðsögninni á sunnudag.

Sýningin Sjónarhorn er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns-Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.sjá nánar um sýninguna

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17