Leirsmiðja fyrir börn / Krakkaklúbburinn Krummi

10.3.2020

Krakkaklúbburinn Krummi býður börnum á öllum aldri upp á leirsmiðju laugardaginn 14.mars kl.14-16.Ókeypis aðgangur fyrir börn og fullorðna í fylgd með börnum.Leirinn og íslensku fjöllinLeirum okkar eigið landslag og mótum íslensk fjöll. Á sýningunni Fjársjóður þjóðar má sjá landslagsverk eftir nokkra af helstu frumkvöðlum íslenskrar myndlistar. Í leirsmiðjunni ætlum við að fá innblástur frá verkunum ásamt því að skoða verkið High Plane VI eftir Katrínu Sigurðardóttur í sal 4 áður en við hefjumst handa við að móta landslagið úr leir.Komdu og vertu með!------------------------------------------------------------------------Umsjón með listasmiðjunni: Guðrún J. Halldórsdóttir er menntuð í leirmótun frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og með meistaragráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands. Guðrún hefur bæði kennt og haldið listasmiðjur í Myndlistaskólanum í Reykjavík, grunnskólum , framhaldsskólum og á listasöfnum. Í dag starfar hún sem verkefnastjóri viðburða og fræðslu hjá Listasafni Íslands.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)