LISTAGANGA UM SUNNANVERT SKÓLAVÖRÐUHOLT

14.7.2020

Við hefjum gönguna í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg 7 og endum hana í Safni Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti 74.Við aldamótin var Reykjavík að breytast úr þorpi í litla borg. Elsta húsið sem við munum sjá er frá 1896 og það yngsta frá 1957, en flest húsin í göngunni eru byggð fyrir Heimskreppuna sem hófst 1929.Sunnanvert Skólavörðuholt er skipulagt eftir hugmyndum Guðmundar Hannessonar læknis og Guðjóns Samúelssonar arkitekts, en hann var fyrsti Íslendingurinn sem lauk háskólaprófi í arkitektúr árið 1919 og var skipaður Húsameistari Ríkisins strax að námi loknu.Göturnar áttu að vera langar, bogadregnar og fallegar. Hús áttu að hafa garð sem sneri í suður í átt að sólu. Íbúar áttu að geta ræktað í garðinum og notið fersks lofts.Hverfið varð snemma vinsælt meðal listamanna og margir af brautryðjendum íslenskrar myndlistar áttu heimili og vinnustofur í hverfinu.Í göngu dagsins verður fjallað stuttlega um þá listamenn sem áttu heimili og vinnstofur í hverfinu og voru allir á sinn hátt brautryðjendur í íslenskri málaralist. Við skoðum byggingarstíl einstakra húsa og setjum hann í samhengi við skipulag og hugmyndir tímabilsins.Verið velkomin í listagöngu um sunnanvert Skólavörðuholt.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17