LISTAMAÐUR Á SÖGUSLÓÐUM - SÍÐASTA SÝNINGARHELGI

18.3.2015

Síðasta sýningarhelgi í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar –dagskrá sunnudaginn 22. mars kl. 15

Næstkomandi helgi lýkur sýningunni Listamaður á söguslóðum með teikningum frá ferðum danska listmálarans Johannesar Larsen um Ísland árin 1927 og 1930.

Sunnudaginn 22. mars kl. 15 mun sýningarstjórinn Vibeke Nørgaard Nielsen kynna eftirfarandi dagskrá:

Frumsýning á nýrri kvikmynd um Íslandsferðir Johannesar Larsen. Síðan ætla Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Eldjárn Hjartarson frá Tjörn að flytja dönsk og íslensk sönglög. Þau dvöldu í mörg ár í Danmörku þar sem þau lærðu danska söngva, sem þau hafa þýtt á íslensku og gefið út á geisladisk ásamt íslenskum sönglögum.

Á sýningunni hefur verið bætt við teikningu eftir Johannes Larsen, sem hann teiknaði á Þingvöllum 1927. Hún var prentuð í hátíðarútgáfu Íslendingasagna 1930, en lengi var ekki vitað hvar hún var niðurkomin, fyrr en nýlega er hún fannst í einkaeigu á Íslandi.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er opið laugardag og sunnudag milli klukkan 14 og 17. prenta frett

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17