Listasafn Íslands auglýsir eftir fjármála- og mannauðsstjóra

22.12.2020

Listasafn Íslands auglýsir eftir fjármála- og mannauðsstjóra

 

Listasafn Íslands auglýsir eftir fjármála- og mannauðsstjóra. Starfið heyrir beint undir safnstjóra og felur í sér daglegan rekstur og mannauðsstjórnun.

Leitað er eftir kraftmiklum og metnaðarfullum starfsmanni til að ganga til liðs við okkur og takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í þeirri menningar- og menntastofnun sem þjóðlistasafn er. Um fullt stöðugildi er að ræða. Starfsstöð fjármála- og mannauðsstjóra er við Laufásveg.

Í starfinu felst yfirumsjón með fjárhagsáætlanagerð og daglegum rekstri í samræmi við lög og fjárheimildir. Umsjón með upplýsingatækni og samningagerð ásamt umsjón með rekstri starfsstöðva, fasteigna og öryggismála. Mannauðsmál eru mikilvægur hluti starfsins m.a. stjórnun starfsmannamála, þar með talið móttaka og þjálfun nýrra starfsmanna, starfslýsingar og annað sem heyrir undir málaflokkinn.

 

Hæfniskröfur

· Háskólamenntun á sviði fjármála, viðskiptafræði eða sambærileg menntun

· Framhaldsmenntun æskileg

· Að minnsta kosti þriggja ára stjórnunarreynsla skilyrði

· Reynsla af bókhaldi og launavinnslu

· Þekking á mannauðsmálum

· Áhugi og hæfni til að leita nýrra tækifæra við þróun á rekstri safns

· Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum

· Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, öguð vinnubrögð og rík skipulagshæfni

· Góð samskiptafærni og leiðtogahæfileikar

· Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

Listasafn Íslands er eitt af þremur höfuðsöfnum ríkisins. Safnið rekur fjórar starfsstöðvar í Reykjavík. Safnhúsin eru þrjú: Aðalbygging safnsins við Fríkirkjuveg, Safn Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga. Skrifstofur, ásamt heimildasafni og forvörsluverkstæði eru á Laufásvegi. Við safnið starfa rúmlega 20 manns í ólíkum starfshlutföllum auk verkefnaráðinna einstaklinga á hverju ári. Verkefni safnsins eru að mestu leyti kostuð með sjálfsaflatekjum, svo sem með aðgangseyri, með útleigu á húsnæði vegna viðburða og með sölu á þjónustu og vörum.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Fólk er hvatt til að sækja um auglýst starf óháð kyni.

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsókn skal fylgja náms- og ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 19. janúar 2021. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið umsokn@listasafn.is merkt í efnislínu: Fjármála-og mannauðsstjóri.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Harpa Þórsdóttir safnstjóri harpa@listasafn.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)