LISTASAFN ÍSLANDS AUGLÝSIR EFTIR MARKAÐS- OG ÞJÓNUSTUSTJÓRA

16.4.2018

Umsóknarfrestur er til 30. apríl.

Vinsamlegast farið inn á starfatorg.is fyrir nánari upplýsingar.

Listasafn Íslands rekur söfn á þremur stöðum í Reykjavík; í aðalbyggingu safnsins að Fríkirkjuvegi, við Bergstaðastræti og á Laugarnestanga. Við leitum að metnaðarfullum starfsmanni til að ganga með okkur inn í nýja tíma þar sem við viljum byggja upp ríkari þjónustu gagnvart gestum safnsins og styrkja ímynd Listasafns Íslands sem höfuðsafns þjóðarinnar á sviði myndlistar. Um fullt stöðugildi er að ræða.

Helstur verkefni:

Byggja upp og sinna markaðs- og þjónustuþáttum Listasafns Íslands.

Í því felst ýmis þróunar- og greiningarvinna, svo sem á markhópum og á nýjum tækifærum til þjónustuþátta safnsins. Umsjón og vinna við markaðs- og þjónustuþætti safnsins og umsjón með móttöku á gestum safnsins. Starfið er fjölbreytt og snertir ólíka starfsemi safnsins og allar starfsstöðvar þess.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

Reynsla af markaðsstörfum.

Reynsla af verkefnisstjórnun og mannaforráðum.

Reynsla við gerð fjárhagsáætlana.

Sveigjanleiki og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi.

Þekking á notkun samskiptamiðla og vefsíðna.

Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og í riti.

Þekking á sviði safna- og menningarstofnana er kostur.

Frjó og skapandi hugsun.

Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Vönduð vinnubrögð og góðir skipulagshæfileikar.

Frumkvæði og vilji til að leita nýrra leiða í þjónustu- og markaðsmálum safnsins.

 

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og ferilskrá og greinargerð þar sem umsækjandi leggur fram hugmyndir sínar um markaðs- og ímyndarmál safnsins, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um auglýst starf.

Um nýtt starf er að ræða, næsti yfirmaður er safnstjóri. Ráðningin er tímabundin til eins árs með möguleika á ráðningu til lengri tíma. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Listasafn Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi fjámálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Harpa Þórsdóttir safnstjóri veitir nánari upplýsingar, harpa@listasafn.is

Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið: harpa@listasafn.is

Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2018.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17