Listasafn Íslands auglýsir eftir Móttöku- og þjónustufulltrúa

12.5.2021

Móttöku- og þjónustufulltrúi

Listasafn Íslands rekur söfn á fjórum stöðum í Reykjavík; í aðalbyggingu safnsins að Fríkirkjuvegi, í Safnahúsinu við Hverfisgötu, við Bergstaðastræti og á Laugarnestanga. Við leitum að metnaðarfullum starfsmanni með ríka þjónustulund til að taka á móti gestum safnsins á öllum starfsstöðum þess.

Helstu verkefni:

▪ Móttaka gesta og upplýsingagjöf um sýningar og aðra starfsemi safnsins

▪ Afgreiðsla, uppgjör og samantekt tölulegra upplýsinga

▪ Gæsla í sýningarsölum og eftirlit með öryggi gesta og gripa

▪ Daglegt eftirlit með umgengni og viðhald snyrtilegs umhverfis gesta

▪ Dagleg umsjón með tæknibúnaði sýninga

▪ Aðstoð við undirbúning, uppsetningu og frágang ýmissa viðburða í safninu

▪ Aðstoð við undirbúning á sýningarsölum og við sýningastarfsfólk

▪ Aðstoð við einföld verkefni tengd viðburðum.

Hæfniskröfur:

• Góð tungumálakunnátta

▪ Þekking á samfélagsmiðlum og tölvu- og tæknimálum

▪ Traustur, öryggismeðvitaður og úrræðagóður starfskraftur

▪ Rík samskiptahæfni og þjónustulund

▪ Snyrtimennska og lipur framkoma

▪ Áhugi á listum og listviðburðum.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Steinar Pálmason fjármála- og mannauðsstjóri í síma 5159615 (bjornp@listasafn.is).

Um hlutastarf er að ræða sem unnið er á vöktum. Starfshlutfall fer eftir árstíðabundnum opnunartíma safnsins (u.þ.b. 65-75 % starf). Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Sameykis og fjármála- og efnahagsráðherra.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.

Umsóknir skal skilað inn á Starfatorgi, sjá hér. 

Umsókn skal fylgja náms- og ferilskrá og upplýsingar um umsagnaraðila. Umsóknarfrestur er til og með 25. maí.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17