LISTASAFN ÍSLANDS AUGLÝSIR EFTIR STARFSMANNI Í SRÁNINGARÁTAKSVERKEFNI

9.10.2020

Listasafn Íslands auglýsir eftir starfsmanni í skráningarátaksverkefni

Listasafn Íslands rekur söfn á þremur stöðum í Reykjavík; í aðalbyggingu safnsins að Fríkirkjuvegi, við Bergstaðastræti og á Laugarnestanga. Við leitum að vandvirkum starfsmanni til taka þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum skráningarteymis stofnunarinnar. Um tímabundið átaksverkefni er að ræða.

Nánari lýsing á verkefni

Um er að ræða skráningu á safneign Listasafns Íslands og frágang stafrænna ljósmynda í menningarsögulega gagnasafnið SARP og frágang verka í geymslu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Menntun sem nýtist í starfi

· Þekking á safnastarfi æskileg

· þekking á íslenskri og alþjóðlegri listasögu og samtímalist æskileg

· Gott vald á ritaðri íslensku

· Mikil tölvufærni og þekking á myndvinnslu með photoshop, lightroom eða sambærilegum hugbúnaði.

· Vandvirkni, nákvæmni og öguð vinnubrögð

· Sveigjanleiki og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi

· Jákvæðni, þjónustulipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagný Heiðdal varðveislu- og skráningarstjóri í síma 515-9607 (dagny@listasafn.is) og Anna G Ásgeirsdóttir fjármála- og mannauðstjóri í síma 515-9615 (annag@listasafn.is).

Um tímabundna ráðningu í 5 mannmánuði er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall samkvæmt samkomulagi. Fólk er hvatt til að sækja um auglýst starf óháð kyni.

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Umsókn skal fylgja náms- og ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 19. október 2020. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið umsokn@listasafn.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17