Umsjónarmaður fasteigna og öryggismála
Listasafn Íslands auglýsir eftir umsjónarmanni fasteigna og öryggismála. Við leitum eftir kraftmiklum og metnaðarfullum starfsmanni til að ganga til liðs við okkur og takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í þeirri menningar- og menntastofnun sem þjóðlistasafn er. Um fullt stöðugildi er að ræða. Safnið er eitt af þremur höfuðsöfnum ríkisins og rekur fimm starfsstöðvar í Reykjavík. Safnhúsin eru fjögur: Aðalbygging safnsins við Fríkirkjuveg, Safnahúsið við Hverfisgötu, Safn Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga. Skrifstofur eru á Laufásvegi. Safnið rekur einnig fjargeymslur.
Helstu verkefni og ábyrgð
Ábyrgð á daglegri húsvörslu og umsjón með byggingum og umhverfi þeirra.
Umsjón og eftirlit með tæknikerfum s.s öryggis-, aðgangs-, loftræsti- og rafmagnskerfum.
Verkstjórn og utanumhald þegar kemur að viðhaldi, sorphirðu og þrifum bygginga, húsbúnaðar og tækja.
Samskipti við Ríkiseignir varðandi rekstur og viðhald á byggingum safnsins.
Umsjón með gerð öryggisáætlana og þátttaka í stefnumótun um vistvænan rekstur.
Vinnur í samráði við starfsfólk safnsins að uppsetningu og niðurtöku sýninga.
Vinnur með varðveisluteymi að öryggis- og varðveislumálum.
Samskipti um uppsetningu á fundarherbergjum & sölum fyrir ráðstefnur, viðburði eða almennt fundahald.
Hæfniskröfur
Umsjónarmaður þarf að vera laghentur og þarf að geta séð um almennt viðhald á húsum og húsbúnaði.
Reynsla af húsumsjón er kostur.
Þekking á helstu hús-, öryggis- og tæknikerfum æskileg.
Tölvufærni er nauðsynleg.
Áhugi og hæfni til að leita nýrra tækifæra við þróun á rekstri safns.
Þjónustuhugsun, uppbyggilegt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, öguð vinnubrögð og rík skipulagshæfni.
Snyrtimennska.
Frekari upplýsingar um starfið
Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 20. apríl 2021. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið umsokn@listasafn.is Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Fólk er hvatt til að sækja um auglýst starf óháð kyni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur.
Nánari upplýsingar veitir
Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Steinar Pálmason fjármála- og mannauðsstjóri, bjornp@listasafn.is