Listasafn Íslands borgar myndlistarmönnum Þann 14. janúar síðastliðinn lagði Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands fram verklagsreglur safnsins, um greiðslur til myndlistarmanna fyrir vinnuframlag og þóknun vegna sýninga á eigin verkum.
Verklagsreglurnar voru bornar undir stjórn SÍM og undirritaði formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, Anna Eyjólfsdóttir, yfirlýsingu þess efnis. Hér má sjá Hörpu Þórsdóttur og Önnu Eyjólfsdóttur við undirritun verklagsreglnanna.