Listasafn Íslands óskar eftir aðila til að taka að sér veitingarekstur

21.3.2020

Listasafn Íslands óskar eftir aðila til að taka að sér veitingarekstur á opnunartíma safnsins og við tilfallandi móttökur hópa utan opnunartíma. Um er að ræða fallegt 60 m2 rými á annarri hæð safnsins við Fríkirkjuveg. Vínveitingaleyfi er til staðar í húsinu.

Í safnbyggingunni eru auk veitingarýmisins, nokkrir sýningarsalir á þremur hæðum og safnbúð.

Hvort heldur kemur til greina aðili sem sinnir rekstrinum á eigin kennitölu og ábyrgð eða einstaklingur sem sinnir rekstrinum sem starfsmaður Listasafns Íslands.

Miðað er við rekstur yfir sumartímabilið (1.maí – 30.september 2020) hið minnsta.

Í grunninn er um að ræða kaffihús sem þjónustar safngesti okkar en að öðru leyti erum við opin fyrir hugmyndum rekstraraðila um áherslur, svo fremi að yfirbragð henti starfsemi safnsins og umhverfi þess.

Sá sem annast veitingarekstur þarf að:

· Hafa reynslu og hæfni til að sinna veitingarekstri af útsjónarsemi, metnaði og alúð

· Bjóða upp á vandaðar veitingar sem henta starfsemi og gestum safnsins og umhverfi

· Búa yfir góðri samskiptahæfni og vera fær um að sinna fjölbreyttum hópi safngesta

Áhugasamir hafi samband til að nálgast nauðsynleg umsóknargögn og nánari upplýsingar hjá Guðrúnu Jónu Halldórsdóttur, gudrun@listasafn.is. Skila skal umsóknum í síðasta lagi þann 14.apríl, 2020 kl.17 á netfangið umsokn@listasafn.is

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)