Veitingarekstur í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg og í Safnahúsinu við Hverfisgötu

9.4.2021

Veitingarekstur í Listasafni ÍslandsFríkirkjuvegi og í Safnahúsinu við Hverfisgötu_________________________________________________Listasafn Íslands óskar eftir aðila til að taka að sér veitingarekstur á opnunartíma safnsins og við tilfallandi móttökur hópa utan opnunartíma í safnhúsum safnsins.

Annarsvegar er um að ræða fallegt 60m2 rými á annarri hæð safnsins við Fríkirkjuveg og hinsvegar tvískipt 80m2 sjarmerandi veitingarými á jarðhæð í Safnahúsinu. Atvinnueldhús fylgir að auki í Safnahúsinu. 

Byggingarnar eru glæsileg kennileiti í borginni. Safnahúsið er friðuð bygging og á sér aldagamla sögu og elsti hluti Listasafns Íslands við Fríkirkjuveg var teiknaður af Guðjóni Samúelssyni.Í safnbyggingunum eru auk veitingarýma, nokkrir sýningarsalir, safnbúð og fundarherbergi.

Aðeins kemur til greina aðili sem sinnir rekstrinum á eigin kennitölu og ábyrgð.Miðað er við rekstur yfir sumartímabilið (15.maí – 30.september 2021) hið minnsta.Í grunninn er um að ræða kaffihús sem þjónusta safngesti okkar og fundargesti, en að öðru leyti erum við opin fyrir hugmyndum rekstraraðila um áherslur, svo fremi að yfirbragð henti starfsemi safnsins og umhverfi þess. Sá sem annast veitingarekstur þarf að:• Hafa reynslu og hæfni til að sinna veitingarekstri af útsjónarsemi, metnaði og alúð• Bjóða upp á vandaðar veitingar sem henta starfsemi og gestum safnsins og umhverfi• Búa yfir góðri samskiptahæfni og vera fær um að sinna fjölbreyttum hópi safngestaÁhugasamir hafi samband til að nálgast nauðsynleg umsóknargögn og nánari upplýsingar hjá Guðrúnu Jónu Halldórsdóttur, gudrun@listasafn.is. Skila skal umsóknum í síðasta lagi þann 26.apríl, 2021, kl.17 á netfangið umsokn@listasafn.is

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17