LISTASAFN ÍSLANDS SUMARIÐ 2015

28.7.2015

Mikill fjöldi gesta hefur sótt sýningar Listasafns Íslands það sem af er sumri. 

Þriðjudaginn 28. júlí heimsótti Mme Sègolène Royal, umhverfis- og sjálfbærniráðherra Frakklands, safnið og skoðaði sýningarnar SAGA - ÞEGAR MYNDIR TALA, VALIN PORTRETT Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS - FRÁ SVEITUNGUM TIL SJÁLFSKOTA og PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962).

Sýningarnar SAGA - ÞEGAR MYNDIR TALA og VALIN PORTRETT Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS - FRÁ SVEITUNGUM TIL SJÁLFSKOTA standa fram til 6. september 2015, og PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) er opin til janúar 2016.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)