Barnamenningarhátíð í Listasafni Íslands

16.4.2024

Listasafn Íslands tekur þátt í Barnamenningarhátíð sem stendur yfir dagana 23. – 28.apríl 2024. Framlag safnsins er í formi tveggja nemendasýninga auk vísindalistasmiðju þar sem jöklar koma við sögu.

Í Listasafninu við Fríkirkjuveg verður samsýning á afrakstri nemenda á leik- og grunnskólaaldri úr listasmiðjum tengdum birki meðfram skoðun á listaverkum Ásgríms Jónssonar. Í Safnahúsinu munu svo nemendur um allt land sýna afrakstur úr listasmiðjum sem þau hafa unnið með Listasafni Íslands og starfandi listamönnum í tengslum við verkefnið Ísabrot – jöklar í íslenskri myndlist. Þá verður listasmiðjan á vegum Krakkaklúbbins Krumma einnig haldin í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Börn eru sérstaklega boðin velkomin og frítt fyrir fullorðna í fylgd barna á allar sýningar og viðburði safnsins, bæði á Fríkirkjuvegi og í Safnahúsinu á Barnamenningarhátíð.

 

Nemendur um allt land sýna afrakstur úr listasmiðjum sem þau hafa unnið með Listasafni Íslands og starfandi listamönnum í tengslum við verkefnið Ísabrot – jöklar í íslenskri myndlist. Unnið var með jökla á ýmsa vegu út frá ólíkum efnum og aðferðum. Listasmiðjurnar voru framkvæmdar skólaárið 2023 – 2024, en ásamt listrænni sköpun fengu nemendurnir einnig myndlæsisþjálfun þar sem unnið var eftir aðferðum Sjónarafls og listaverk tekin fyrir úr safneign Listasafns Íslands sem tengjast jöklum. Þeir skólar sem ekki sáu sér fært að sækja safnið heim, fengu listasmiðjurnar til sín í skólastofuna með rafrænum hætti.

Eftirfarandi skólar tóku þátt undir handleiðslu listamanna:

Ef jökullinn gæti talað
Skóli: Alþjóðadeild Landakotsskóla
Listamaður: Ellen Gunnarsdóttir

Hvað leynist inni í jökli?

Skóli: Grunnskóli Snæfellsbæjar
Listamaður: Linda Ólafsdóttir

Form og áferð jökla
Skóli: Vesturbæjarskóli
Listamaður: Guðrún Gunnarsdóttir

Skilaboð frá geimnum (4. hæð)
Skólar: Menntaskólinn á Egilsstöðum, Víkurskóli í Grafarvogi og Grunnskóli Hornafjarðar
Listamaður: Anna Júlía Friðbjörnsdóttir

Litbrigði jökla
Skóli: Vogaskóli
Listamaður : Þórður Hall

Umbreyting jökla
Skóli: Menntaskóli Borgarfjarðar
Listamaður: Úlfur Hansson

Hljóðheimur jökla
Skóli: Hagaskóli
Listamaður: Þorsteinn Eyfjörð

Jöklagjörningur
Skóli: Leikskólinn Laufásborg
Listamaður: Jóní Jóns

birkigreinar

birkigreinar

Samsýning á afrakstri nemenda á leik- og grunnskólaaldri úr listasmiðjum tengdum birki meðfram skoðun á listaverkum Ásgríms Jónssonar, þar sem hann gerði birki að viðfangsefni í ferðum sínum um landið, t.d. á Þingvöllum og í Húsafelli.

Friðrik Aspelund skógfræðingur og Ásthildur Jónsdóttir héldu listasmiðjur í desember með börnunum. Griðarstaðir í náttúrunni og litanotkun voru var til sérstakrar umfjöllunar í smiðjunni. Einnig fengu nemendur fræðslu um birki og birkiskóga á Íslandi. Ilmbjörkin er eina innlenda tré landsins sem myndar skóga. Við landnám er talið að allt að þriðjungur Íslands hafi verið þakinn birkiskógi. Nemendur ræddu hvers vegna hann hvarf og hvers vegna vaxtarlag birkiskóga hefur breyst frá landnámi.

Leiðbeinendur:
Ásthildur Jónsdóttir
Friðrik Aspelund skógfræðingur
Hjörný Snorradóttir
Sesselja Tómasdóttir

Skólar sem taka þátt í sýningunni:
Hagaskóli
Húsaskóli
Leikskólinn Múlaborg
Leikskólinn Ævintýraborg
Waldorfskólinn Sólstafir

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17