LISTAVERKIN OKKAR ERU KOMIN Á NETIÐ

8.4.2019

Á vefnum sarpur.is getur þú fengið aðgang að upplýsingum um listaverk, muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefnalýsingar ásamt öðru efni sem er varðveitt í söfnum landsins.

Með nýlegum samningi Listasafns Íslands við Myndstef er opnaður aðgangur að allri safneigninni og er markmið okkar að koma myndum af þeim rúmlega 13 þúsund verkum sem safnið á á vefinn í áföngum á næstu misserum. Þannig veitir Listasafn Íslands ríkulegt aðgengi að listasögu og þeim menningararfi sem safnið varðveitir.

Nú getur almenningur skoðað á netinu helstu lykilverk íslenskrar listasögu, skissur listamanna, teikningar og önnur gögn sem birt eru í safnmunaskrá safnsins. Sarpur.is skiptir sköpum varðandi kynningu, lærdóm og þekkingu á myndlistararfi þjóðarinnar.  

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)