Þann 14. september stóð Listasafn Íslands fyrir málþingi í tengslum við sýninguna Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir. Málþingið fór fram í Safnahúsinu við Hverfisgötu þar sem sérfræðingar og áhugafólk um myndlist kom saman til að kafa ofan í hinar ýmsu hliðar listaverkafalsana.
Á dagskránni voru fyrirlestrar frá sérfræðingum úr ólíkum greinum. Dagný Heiðdal, listfræðingur hjá Listasafni Íslands og annar sýningarstjóra, hóf málþingið með umfjöllun um aðdraganda sýningarinnar í Listasafni Íslands, rannsóknarvinnu innan safnsins og viðbrögð almennings. Aðrir fyrirlesarar voru Ólafur Ingi Jónsson, forvörður og sýningarstjóri sem gerði grein fyrir hvaða rannsóknum er beitt þegar grunur vaknar um fölsun á listaverki, Vera Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Myndstefs sem fór yfir lagaramma myndlistar og úrræði vegna falsana, Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri Gallerí Fold ræddi áhrifa falsana á listaverkamarkaðinn, og Jóhannes Dagsson, dósent við Listaháskóla Íslands sem viðraði hugmyndir um samband höfundar og listaverks.
Málþinginu lauk með líflegum pallborðsumræðum, þar sem fyrirlesarar ræddu áhrif falsana á söfn, listaverkamarkaðinn og samfélagið í heild, auk þeirra siðferðilegu og heimspekilegu spurninga sem þær vekja.
Við þökkum öllum sem sóttu málþingið og lögðu sitt af mörkum.
📸 Sjáið myndir frá viðburðinum hér að neðan!
Gestir á málþinginu
Ólafur Ingi Jónsson & Vera Sveinbjörnsdóttir
Dagný Heiðdal, listfræðingur
Jóhannes Dagsson & Jóhann Ágúst Hansen
Jóhannes Dagsson, dósent við Listaháskóla Íslands
Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri Gallerí Fold
Vera Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri
Ólafur Ingi Jónsson, forvörður