MÁLÞING Í LISTASAFNI ÍSLANDS LAUGARDAGINN 31. JANÚAR KL. 11.

27.1.2015

Laugardaginn 31. janúar efnir Listasafn Íslands til málþings um stöðu og framtíð þjóðarlistasafnsins. Listasafn Íslands var stofnað af Birni Bjarnarsyni árið 1884 og er 130 ára afmælis þess fagnað með sýningum, atburðum, bókaútgáfu og málþingi. Á þessum tímamótum er mikilvægt að skoða hlutverk, stöðu og framtíð safnsins og er því boðað til málþings um málefni þess í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7. Málþingið hefst klukkan 11:00 og lýkur klukkan 14:00.Framsögumenn eru: Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherraKatrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðsHalldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns ÍslandsAndri Snær Magnason, rithöfundur Anna María Urbancic, Dagný Heiðdal og Rakel Pétursdóttir, starfsmenn Listasafns Íslands.Sjá hér dagskrá málþingsins.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17