Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins hefur áður vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi en sjaldan eins og í ár. Fjallað hefur verið um verkið í fjölmiðlum austan hafs og vestan og hefur það kallað á sterk viðbrögð. Sem kunnugt er var skálanum lokað af borgaryfirvöldum í Feneyjum þann 22. maí, tveimur vikum eftir opnun.
Hefð hefur skapast fyrir því að sýna framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins hér á landi í kjölfar sýningarinnar á Ítalíu. Verkið að þessu sinni býður varla upp á slíka yfirfærslu og því er boðað til málþings þar sem leitast verður við að velta upp sem flestum flötum verksins, íhuga samfélagslega merkingu þess, og viðbrögð við verkinu á breiðum grundvelli.
Til málþingsins efna Listasafn Íslands og Listfræðafélag Íslands í samstarfi við Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og með stuðningi Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Málþingið verður haldið laugardaginn 5. desember 2015, klukkan 11:00 – 14:00 í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík og fer fram á íslensku og ensku.
Dagskrá málþingsins:
Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, setur þingið
Guðni Tómasson listfræðingur kynnir verkið, Moskuna
Hlynur Helgason, myndlistarmaður og listfræðingur
Ólafur Gíslason, listfræðingur
Ragna Sigurðardóttir, myndlistarmaður, rithöfundur og gagnrýnandi
– Hlé
Stefano Rabolli Pansera, arkitekt og borgarfræðingur (urbanist)
Pallborðsumræður
Almennar umræður
Fundarstjóri er Guðni Tómasson, listsagnfræðingur
Um málþingið sjá nánar hér