Málþing um framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2015

2.12.2015

Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins hefur áður vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi en sjaldan eins og í ár. Fjallað hefur verið um verkið í fjölmiðlum austan hafs og vestan og hefur það kallað á sterk viðbrögð. Sem kunnugt er var skálanum lokað af borgaryfirvöldum í Feneyjum þann 22. maí, tveimur vikum eftir opnun.

Hefð hefur skapast fyrir því að sýna framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins hér á landi í kjölfar sýningarinnar á Ítalíu. Verkið að þessu sinni býður varla upp á slíka yfirfærslu og því er boðað til málþings þar sem leitast verður við að velta upp sem flestum flötum verksins, íhuga samfélagslega merkingu þess, og viðbrögð við verkinu á breiðum grundvelli.

Til málþingsins efna Listasafn Íslands og Listfræðafélag Íslands í samstarfi við  Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og með stuðningi Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Málþingið verður haldið laugardaginn 5. desember 2015, klukkan 11:00 – 14:00 í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík og fer fram á íslensku og ensku.

Dagskrá málþingsins:

Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, setur þingið

Guðni Tómasson listfræðingur kynnir verkið, Moskuna

Hlynur Helgason, myndlistarmaður og listfræðingur

Ólafur Gíslason, listfræðingur

Ragna Sigurðardóttir, myndlistarmaður, rithöfundur og gagnrýnandi

– Hlé

Stefano Rabolli Pansera, arkitekt og borgarfræðingur (urbanist)

Pallborðsumræður

Almennar umræður

Fundarstjóri er Guðni Tómasson, listsagnfræðingur

Um málþingið sjá nánar hér

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17