Í tilefni sýningarinnar Gjöfin frá Amy Engilberts efnir Listasafn Íslands til málþings um velgjörðarmenn myndlistar þann 6. apríl kl. 10:30. Aðgangseyrir á safnið gildir, frítt fyrir meðlimi Selmuklúbbsins. Nánar um sýninguna hér.
Velgjörðarmenn myndlistar
Málþing í Listasafni Íslands, 6. apríl kl. 10:30
Dagskrá:
10:30 – Velgjörðarmenn Listasafns Íslands
Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands
10:40 – Ragnar í Smára, velgjörðarmaður myndlistar
Ragnheiður Pálsdóttir, safnafræðingur
11:10 – Velgjörðarmenn Kjarvals og Kjarval sem velgjörðarmaður
Edda Halldórsdóttir, listfræðingur
11:40 – Velgjörðarmenn myndlistar í samtímanum
Skúli Gunnlaugsson, hjartalæknir
12:10 - Umræður
Mynd: Eygló Harðardóttir, Spádómar og snilligáfa, 2006.