MARKAÐS- OG ÞJÓNUSTUSTJÓRI LISTASAFNS ÍSLANDS

31.5.2018

Ingi Þór Jónsson hefur verið ráðinn markaðs- og þjónustustjóri Listasafns Íslands.

Ingi Þór er með B.A. próf í leiklist og listasögu frá Arts Educational School of London.

Hann hefur stýrt stórum menningarviðburðum og meðal annars haft umsjón með viðburðum á vegum Reykjavíkurborgar og verið upphafsmaður og stjórnandi NICE listahátíðarinnar í Bretlandi. Hann hefur starfað sem listrænn ráðunautur Contemporary Urban Center í Bretlandi og núna s.l. ár starfað sem norrænn ráðgjafi fyrir Breska fyrirtækið Creative Tourist Ltd. auk þess að standa fyrir fræðslufundum í samvinnu við Danish Arts Council, Visit Denmark og Íslandsstofu. Ingi Þór hefur mikla þekkingu og reynslu á margskonar markaðsmálum og viðburðum. Hann hefur auk þess átt farsælan feril við sýningarstjórn, fræðslumál og markaðsrannsóknir.Við bjóðum Inga Þór velkominn til starfa hjá Listasafni Íslands. 

 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17