Markaðs- og þróunarstjóri

15.5.2023

Markaðs- og þróunarstjóri

Listasafn Íslands er eign íslenska ríkisins og er höfuðsafn á sviði myndlistar. Listasafn Íslands rekur söfn á þremur stöðum í Reykjavík: Á Fríkirkjuvegi 7, í Safnahúsinu við Hverfisgötu og í Húsi Ásgríms Jónssonar á Bergstaðastræti 74.

Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi til að leiða markaðs- og þróunarstarf safnsins. Markaðs- og þróunarstjóri er breytt stöðuheiti í takt við nýjar áherslur og er ráðningartími eitt ár. Að þeim tíma loknum verða áherslubreytingar endurmetnar og ákvörðun tekin um framhaldsráðningu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða fjölbreytt starf sem reynir á ólíka hæfni svo sem frumkvæði, útsjónarsemi, skapandi hugsun, samvinnu, tækniþekkingu og verkstjórn. Viðkomandi vinnur náið með safnstjóra og er áhersla lögð á að hann hafi meðal annars færni og þekkingu í að sækja um styrki og leita leiða í margskonar þróunarstarfi. Einnig sér viðkomandi um markaðs- og kynningarmál safnsins.

Starfið snertir ólíka starfsemi safnsins og allar starfsstöðvar þess. Umsækjandi verður að búa að mjög góðri þekkingu á íslenskri myndlist og hafa innsýn og skilning á alþjóðlegum listheimi.

Hæfniskröfur

·        Háskólamenntun í listfræði, safnafræði eða myndlist skilyrði

·        Framhaldsmenntun á háskólastigi skilyrði

·        Þekking á safneign Listasafns Íslands er kostur

·        Reynsla af verkefnastjórnun er nauðsynleg

·        Reynsla af mannaforráðum kostur

·        Þekking og reynsla í gerð styrkumsókna

·        Frjó og skapandi hugsun

·        Færni í mótun lausna og hugmynda

·        Góð samskiptafærni og leiðtogahæfileikar

·        Gott vald á íslensku og ensku og öðrum tungumálum kostur.

·        Vönduð vinnubrögð og góðir skipulagshæfileikar

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarrasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Fólk er hvatt til að sækja um auglýst starf óháð kyni.

Umsókn skal fylgja náms- og ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.  

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur.

Starfshlutfall er 100%

 

Umsóknarfrestur er til og með 30.05.2023.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Jóhannsdóttir safnstjóri ingibjorg.johannsdottir@listasafn.is

Sótt er um starfið á www.starfatorg.is

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)