MENNINGARNÓTT Í LISTASAFNI ÍSLANDS–GONG SLÖKUN, HAPPENING OG FJÖLSKYLDULEIÐSÖGN
19.8.2015
Á milli klukkan 16:00 og 20:00 verður fjölbreytt dagskrá í boði í leynigarði Listasafns Íslands. How insensitive (Happening) verður í leynigarðinum þar sem sögur eru í aðalhlutverki, boðið verður uppá gong slökun og gestir hvattir til að setjast niður, skiptst á skoðunum og njóta umhverfisins. Í How insensitive koma fram: Ásdís Sif Gunnardóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Halldóra Rut Baldursdóttir, Laufey Elíasdóttir listakonur og leikkonur og Emiliano Monaco kvikmyndagerðamaður tekur upp „live“ sem tengist jafnóðum í skjá og gegnum hátalara heyrast semtöl sem eiga sér stað á staðnum. Gong slökun verður undir stjórn Guðrúnar Darshan klukkan 16:30 í leynigarðinum (ef veður leyfir annars í sal 3). Leiðsögn verður fyrir fjölskylduna um sýningar safnsins klukkan 17.
ATH: Dagskrá í leynigarðinum, er háð veðri en flyst inn í safnið ef þannig viðrar. Leynigarðurinn er milli Laufásvegar og Fríkirkjuvegar, bakvið Listasafn Íslands.
16:00-20:00 Leynigarður Listasafnsins opinn fyrir gestum og gangandi.
16:30 Fjársjóðurinn í hjartanu og fjársjóður meistaranna, Gong slökun undir stjórn Guðrúnar Darshan.
17:00 Fjölskylduleiðsögn um sýningar safnsins.
18:00 How insensitive (Happening) í leynigarðinum, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Halldóra Rut Baldursdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Laufey Elíasdóttir og Emiliano Monaco.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR – OPIÐ Á MENNINGARNÓTT KL. 19.00 – 23.00.
21.00. Tónlist að skapi Ásgríms Valin tónlist af plötusafni listamannsins mun hljóma í húsakynnum hans, íbúð og vinnustofu að Bergstaðastræti 74. kl. 21.00. Heyra má Mozart, Bach, Haydn og fleiri klassísk tónverk innan um listaverkin á sýningunni Í birtu daganna.
Velkomin í Listasafn Íslands á Menningarnótt 2015!