MENNTUN BARNA Í SÖFNUM. LISTASAFN ÍSLANDS OG ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS HLJÓTA STYRK ÚR BARNAMENNINGARSJÓÐI

27.5.2019

Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands hljóta styrk út Barnamenningarsjóði að upphæð 5.300.000 kr.  fyrir verkefnið Menntun barna í söfnum. 

Sótt var um styrk til að efla þátttöku barna í menningarstarfi höfuðsafnanna tveggja Listasafni Íslands og Þjóðminjasafni Íslands. Stofnanirnar þróa vettvang menntunar barna með því að byggja upp nýstárlega aðstöðu og heildræna hugsun til að opna aðgengi og efla menningarlæsi. Söfnin munu saman stofna miðstöð til endurmenntunar á sviði barnamenningar, með það að markmiði að veita þekkingu og reynslu til safna og menningarstofnana um allt land.

Við þökkum fyrir veittan stuðning og hlökkum til nýrra og spennandi verkefna. Hér má lesa nánar um úthlutun sjóðsins: 

https://www.rannis.is/frettir/barnamenningarsjodur-islands-uthlutun-2019

 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)