Tengiliðir verkefnisins og safnstjóri Listasafns Íslands

Myndlist og umhverfismenntun — samstarfssamningur Listasafns Íslands og Landverndar undirritaður

4.4.2022

Myndlist og umhverfismenntun — samstarfssamningur Listasafns Íslands og Landverndar undirritaður

 

Nýverið undirrituðu Auður Anna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands samstarfssamning sem hefur að markmiði að tengja listaverk í eigu Listasafns Íslands í Safnahúsinu við umhverfismenntun. Verkefni Grænfánans í skólum landsins mun tengjast samstarfinu, þar sem sérstöku fræðsluefni frá safninu um listaverk verður miðlað, auk þess sem lögð verður áhersla á að auka sýnileika á verkum ungs fólks sem bera með sér boðskap um umhverfismál. Í tengslum við sýningahald Listasafn Íslands í Safnahúsinu verður varpað ljósi á verkefni Landverndar „Ungt umhverfisfréttafólk“ og þátttökuskóla verkefnsins og verða árleg verðlaun veitt í Safnahúsinu.

 

Tengiliðir: Ásthildur Jónsdóttir sérfræðingur í Listasafni Íslands og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir verkefnastjóri Landverndar.

Mynd; Við undirritun samnings í Listasafni Íslands, Safnahúsinu 31. mars 2022.

Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands og Auður Anna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar ásamt tengiliðum.

,,Samstarf Listasafns Íslands við Landvernd skapar leið fyrir safnið til að taka þátt í þeirri þverfaglegu fræðslu sem umhverfismenntun býður upp á. Núna vinnur Listasafn Íslands að grunnsýningu með listaverkum okkar, sem mun standa um árabil í Safnahúsinu, þar sem listir og vísindi mætast. Það verður spennandi vettvangur fyrir börn og foreldra“ segir Harpa Þórsdóttir safnstjóri.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17