Tengiliðir verkefnisins og safnstjóri Listasafns Íslands

Myndlist og umhverfismenntun — samstarfssamningur Listasafns Íslands og Landverndar undirritaður

4.4.2022

Myndlist og umhverfismenntun — samstarfssamningur Listasafns Íslands og Landverndar undirritaður

 

Nýverið undirrituðu Auður Anna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands samstarfssamning sem hefur að markmiði að tengja listaverk í eigu Listasafns Íslands í Safnahúsinu við umhverfismenntun. Verkefni Grænfánans í skólum landsins mun tengjast samstarfinu, þar sem sérstöku fræðsluefni frá safninu um listaverk verður miðlað, auk þess sem lögð verður áhersla á að auka sýnileika á verkum ungs fólks sem bera með sér boðskap um umhverfismál. Í tengslum við sýningahald Listasafn Íslands í Safnahúsinu verður varpað ljósi á verkefni Landverndar „Ungt umhverfisfréttafólk“ og þátttökuskóla verkefnsins og verða árleg verðlaun veitt í Safnahúsinu.

 

Tengiliðir: Ásthildur Jónsdóttir sérfræðingur í Listasafni Íslands og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir verkefnastjóri Landverndar.

Mynd; Við undirritun samnings í Listasafni Íslands, Safnahúsinu 31. mars 2022.

Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands og Auður Anna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar ásamt tengiliðum.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)