Listasafn Íslands býður upp á skapandi og skemmtileg sumarnámskeið fyrir 7 – 9 ára börn (fædd 2015 – 2017) í nýja listaverkstæðinu í safninu við Fríkirkjuveg 7. Unnið verður út frá sýningum safnsins þar sem listaverkin verða rannsökuð og áhersla lögð á að þjálfa lita- og formskynjun þáttakenda, sem fá svo tækifæri til að nota ólíkan efnivið og vinna í margskonar miðla, eins og málun og skúlptúr.
Markmið námskeiðsins er að fá börn til að nálgast bæði náttúru og myndlist af meira öryggi og forvitni, þar sem kennsla fer fram bæði gegnum upplifun, samræðu og vinnu í höndunum. Í lok námskeiðs verður haldin sýning fyrir vini og fjölskyldu þar sem afrakstur námskeiðsins verður til sýnis.
Gert er ráð fyrir því að börn komi með létt nesti meðferðis, séu klædd eftir veðri og klæðist fatnaði sem hentar fyrir málningarvinnu, sull og gleði!
Gott aðgengi fyrir öll.
Dagsetningar og tími:
1. námskeið: 10 - 14. júní kl. 9 – 12
( Verð: 35.0000 kr., 5 dagar )
2. námskeið: 18. - 21. júní kl. 9 – 12
( Verð: 28.0000 kr., 4 dagar )
3. námskeið: 24. - 28. júní kl. 9 – 12
( Verð: 35.0000 kr., 5 dagar )
20% systkinaafsláttur
ATH. Tekið er á móti börnum frá kl. 8:30, en námskeiðið hefst kl. 9 / Hægt er að sækja börnin til kl. 12:30 en námskeiðinu lýkur kl. 12
Takmörkuð pláss í boði. Miðað er við 8 – 12 börn á hverju námskeiði.
Skráning á mennt@listasafn.is hefst þann 16.04.23
Til að skrá barn þurfa eftirfarandi upplýsingar að fylgja:
Fullt nafn barns
Kennitala barns
Kennitala og fullt nafn greiðanda
Fullt nafn og símanúmer hjá forráðamanneskju I
Fullt nafn og símanúmer hjá forráðamanneskju II
Annað sem þarf að koma fram (t.d. ofnæmi eða sérþarfir)
Leiðbeinendur eru sérfræðingar fræðsluteymis Listasafns Íslands