Tvær manneskur að líma teikningar niður á blað.

Mynstur í náttúrunni

7.7.2022

Í þessari viku hófst verkefnið Listræn sköpun eflir náttúruvitund, þar sem mynd- og tónlistarmaðurinn Dodda Maggý stóð fyrir listasmiðjum fyrir starfsfólk Vinnuskólans í Reykjavík. Hverjum hópi fylgdu Grænir fræðsluleiðbeinendur en verkefnið er unnið í samstarfi við Landvernd.

Rúmlega 100 ungmenni tóku þátt í smiðjunum en yfirskriftin var Mynstur í náttúrunni.
Þátttakendur skoðuðu mynstur í náttúrunni, allt frá vexti plantna til hreyfingar stjarna.
Hver þátttakandi teiknaði fimm mynstur þar sem unnið var með fyrirmyndir af blómum, samhverfu, spríal, marghyrningum og frjálsri aðferð.
Í sameiningu bjó hver hópur til vídeóverk með stop motion tækni þar sem mynstur þátttakenda voru notuð. Einnig skoðuðu allir hópar verkið DeCore eftir Doddu Maggý sem er á sýningunni Viðnám í Safnahúsinu. Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands.
Við hlökkum til komandi mánaða þar sem listasmiðjur sem tengjast myndlist og vísindum verða hluti af starfsemi Safnahússins við Hverfisgötu og safnið iðar af lífi!

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)