NÁMSKEIÐ Í SJÓNLÝSINGUM Á MYNDLIST

11.2.2016

Föstudaginn 12. og laugardaginn 13. febrúar, milli klukkan 13 og 17, verður stutt námskeið / vinnustofa í sjónlýsingum á myndlist, á vegum verkefnisins Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu. Sjá: http://www.excludedfromculture.eu/

Sjónlýsing (audio description, synstolkning) er aðferð þar sem sjónrænu efni er lýst með orðum fyrir fólk sem er sjónskert, blint, eða glímir við aðra erfiðleika í sjónrænni skynjun og myndlæsi.

Námskeiðið fer fram í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7, Reykjavík.

Vinnustofan er þátttakendum að kostnaðarlausu og styrkt af EES og pólska mennta- og menningarmálaráðuneytinu, með stuðningi Listasafns Íslands.

Leiðbeinendur eru Guðbjörg Hjartardóttir Leaman og Þórunn Hjartardóttir.

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig sem fyrst (nafn, netfang og símanúmer) í: sjonlysingar@gmail.com   Sé nánari upplýsinga óskað, er hægt að senda tölvupóst í sama netfang.sjá facebook viðburð

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17