NÍNA – LISTAKONAN SEM ÍSLAND HAFNAÐI

4.11.2015

Á meðan á sýningunni Nína – listin á hvörfum stendur verður hægt að horfa á myndina Nína – listakonan sem Ísland hafnaði.Nína – listakonan sem Ísland hafnaði er leikin heimildamynd þar sem leitast er við að varpa ljósi á líf og list Nínu Sæmundsson. Kvikmyndin var gerð af Valdimar Leifssyni kvikmyndagerðarmanni, eftir handriti Bryndísar Kristjánsdóttur. Hlutverk Nínu leikur Vigdís Gunnarsdóttir en sviðsett eru nokkur atriði úr lífi hennar, bæði á Íslandi og erlendis. Rætt er við ýmsa sem þekktu Nínu, m.a. við Polly James en þær Nína bjuggu saman í Los Angeles um árabil. Farið var á marga staði þar sem höggmyndir Nínu er að finna, s.s. Waldorf Astoria hótelið í New York og Arthur Park í miðborg Los Angeles. 

Myndin um Nínu var frumsýnd á kvennaráðstefnunni í Nordisk Forum í Finnlandi árið 1994 og hún var sýnd í Sjónvarpinu síðar sama ár. Sérsamin tónlist er í myndinni eftir Árna Egilsson, m.a. lagið Nína sem síðan hefur margoft verið flutt á jazztónleikum.Horfa á stiklu úr myndinni:https://www.youtube.com/watch?v=VX4k7l3J4b0

 

Hlusta á Nínu, eftir Árna Egilsson: https://www.youtube.com/watch?v=3YeL7q0Y_Kc

 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17