UPPLÝSINGAR UM LISTAVERK EFTIR NÍNU TRYGGVADÓTTUR

14.1.2015

Listasafn Íslands óskar eftir upplýsingum um listaverk eftir Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) sem til eru í einkaeigu, vegna fyrirhugaðrar yfirlitssýningar á verkum hennar í september 2015, og skráningar í gagnagrunn.

Eigendur listaverka eftir Nínu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Björgu Erlingsdóttur í síma 515-9614 eða senda tölvupóst á netfangið verkefni@listasafn.is.

Einnig er bent á heimasíðu safnsins þar sem finna má nánari upplýsingar um sýninguna.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17